fbpx

Chemex Kaffikanna

Chemex kaffikanna með handfangi fyrir hæga uppáhellingu. Chemex er kanna úr hitaþolnu gleri sem hentar vel til að reiða fram kaffi en hún er einnig aðferð með sín séreinkenni.

Það sem gerir hana öðruvísi er pappírssían. Sían er gerð úr þykkari pappír en má finna í öðrum síum og sleppir pappírinn nánast engu í gegnum sig nema uppleystan vökva. Olíurnar úr kaffinu verða eftir í síunni ásamt öllum korginum. Fyrir vikið er kaffið sem hellt er upp á með Chemex með tærustu bragðeiginleika í samanburði við aðrar tegundir af uppáhellingu.