fbpx

Espresso Roma Hylki

Njóttu bollans með góðri samvisku!

  • Espresso verður sterkara en hefðbundið uppáhellt kaffi og er undirstaða margra kaffidrykkja, t.d latte og cappuccino. Í þessari blöndu eru sérvaldar tegundir kaffibauna frá Mið-Ameríku sem saman mynda gott jafnvægi, þéttleika og einstaka bragðtóna. Kaffið er í senn kraftmikið og mjúkt með sætum kryddtónum.
  • Hylkin okkar eru búin til úr sykurreyr og plöntuleifum og eru jarðgeranleg. Þau brotna hratt niður í náttúrunni og flokkast með lífrænum úrgangi eða almennu sorpi. Hylkin passa í langflestar hylkjavélar ( Nespresso) en gott er að hafa í huga að stundum er örlítið stífara að ýta þeim niður.
  • 10 hylki í kassa.