Blogg RSSNordic Roaster Forum 2017

Te og Kaffi hefur sent föruneyti á Nordic Roaster Forum ráðstefnuna undanfarin ár. Við skrifuðum einnig um ráðstefnuna í fyrra og má lesa um hana hér Á Nordic Roaster Forum koma fremstu brennslumeistarar Norðurlandanna auk þess sem skapast hefur vettvangur fyrir brennslumeistara til að kynnast fagfólki úr öðrum hlekkjum framleiðslukeðjunnar, svo sem innflutningi, ræktun, vinnslu og gæðaflokkun. Í ár fór fjögurra manna teymi til Ósló til að hlusta á fyrirlestrana en einnig til að keppa. Í teyminu voru Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kaffihúsa, Högni Guðjón Elíasson, brennslumeistari, Kristín Björg Björnsdóttir, þjálfari og ristari á Micro Roast, og Tumi Ferrer, fræðslustjóri og ristari á Micro Roast. Stefan Ulrich, framleiðslustjóri, var einnig hluti af teyminu en komst því miður ekki með okkur út...

Lesa meiraInnanhússmót kaffibarþjóna Te & Kaffi

Laugardaginn 12. nóvember var blásið til stórskemmtilegrar keppni sem jafnan hefur þjónað sem undanfari fyrir Íslandsmót Kaffibarþjóna.  Sigurvegari Innanhússmótsins var Egill Freyr Sigurðsson. Hann notaðist við blöndu af kaffi frá Sidamo í Eþíópíu og Mandheling í Súmatra og frjálsi drykkurinn hans innihélt kakósmjör, karamellusíróp, cayenne pipar og kanil, allt saman hrist í klaka og borið fram í litlu glasi með léttþeyttum rjóma ofan á.

Lesa meiraNordic Roaster Forum 2016

Nýlega var haldinn viðburðurinn Nordic Roaster Forum sem er í senn ráðstefna og keppni milli brennslumeistara í ristun á kaffi. Reglur keppninnar eru frekar fáar; brennslumeistarar ráða því alfarið hvernig kaffið á að vera ristað en allt kaffið er lagað á sama hátt og smakkað hlið við hlið. Í ár þarf kaffið einnig að vera komið frá sömu heimsálfunni og runnið undan sama yrkinu (yrki má skilja sem nokkurs konar undirtegund, líkt og við tölum um ýmis yrki af tómötum, eplum, vínþrúgum o.s.frv.). Auk keppninnar var þétt og góð dagskrá með fyrirlestrum og vinnusmiðjum þar sem snert var á ýmsum flötum sem tengdust ristun og stjórnun gæða frá því brennslumeistarar kaffið í hendurnar. Þetta er annað árið í röð sem...

Lesa meiraHvað er natural kaffi?

Kaffi sem er unnið með „natural“ aðferðinni er oft mjög ávaxtaríkt í bragði og ilm og hefur mikla fyllingu. Það er ekki algengt að kaffi unnið með þessum hætti sé til sölu hér á Íslandi, en smekkur fólks á kaffi hér á landi miðast að mestu við þvegið kaffi, þó að vinnsluaðferðir á borð við hunangsvinnslu og giling basah hafa átt sífellt meira upp á pallborðið með árunum. Natural aðferðin, sem gengur einnig undir nafninu „þurr vinnsla“, er sú vinnsluaðferð sem er einföldust: berin eru tínd af trénu og lögð til þerris. Þegar ávöxturinn utan um fræið er alveg þurrt er það síðan valsað burtu frá fræinu. Ekkert vatn er notað til að skilja ávöxtinn frá bauninni. Það felast augljósir...

Lesa meiraHario V60

Hario V60 Japanska uppáhelliaðferðin sem hefur heillað heiminn Japanski glerframleiðandinn Hario hefur sérhæft sig í hágæða hitaþolnu gleri fyrir iðnað, vísindastofur og heimilið frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1921. Auk þess framleiðir Hario ýmislegt óvanalegt eins og glerhljóðfæri – en kaffi- og tevörurnar eru meginaðdráttaraflið í dag. Þekktasta varan úr þeirri línu er án efa v60 kaffitrektin. Nafnið vísar í 60° hornið sem trektin myndar en sérkenni v60 eru rákirnar innan í trektinni og stórt gatið neðst þar sem kaffið lekur út um, en hvort tveggja stuðlar að miklu loftflæði svo að vatnið síast hratt og óhindrað í gegnum malað kaffið. Sumir filtervélaframleiðendur ráðleggja fólki ekki að hella upp á minna magn en 4 bolla (500ml). v60 hentar...

Lesa meira