Blogg — Pressukanna RSSPressukanna

Kannan var fundin upp af Attilio Calimani árið 1929 og er líklega sú aðferð sem fljótlegast er að læra. Kaffi og vatn er blandað saman í könnu og í lokin er korginum þrýst niður með grófu sigti. Kaffi gert með pressukönnu hefur vanalega mikla fyllingu og olíukennda áferð þar sem sían sleppir í gegnum sig miklu magni af olíu og fíngerðu gruggi. Tærleiki í bragði er minni en í kaffi sem hefur verið síað með pappír. Pressukannan er vinsæl aðferð fyrir kaffi sem er ristað dekkra og hentar vel fyrir kaffi sem er ræktað í lágri hæð yfir sjávarmáli. Dæmi um þess konar kaffi eru tegundir frá Indónesíu og Brasilíu. Ljósari tegundir njóta sín ágætlega í pressukönnu, sérstaklega ef fólk...

Lesa meira