Blogg — Uppáhelliaðferðir RSSChemex

Hæg uppáhelling- Tærara kaffi  Chemex kaffikannan hefur verið stofuprýði á mörgum heimilum í áratugi. Hún var fundin upp af efnafræðingnum Dr. Peter Schlumbohm í New York árið 1939. Ástæðan fyrir leit hans að nýrri aðferð við að laga kaffið sitt var sáraeinföld og við tengjum örugglega flest við hana: vont vinnustaðakaffi. Svo vel hefur Chemex-kannan fest sig í sessi að hana má finna í MoMa listasafninu auk þess sem aðdáendur Friends þáttanna kannast strax við könnuna þegar þeir sjá hana. Þrátt fyrir langa sögu hefur Chemex ekki verið áberandi í almennri vitund kaffidrykkjufólks nema upp á síðkastið. Fyrsta Chemex kannan var seld á 5. áratugnum en fljótlega eftir lát uppfinningamannsins lagðist merkið í dvala. Það var ekki fyrr en í...

Lesa meira