Blogg — Uppáhelliaðferðir RSSHario V60

Hario V60 Japanska uppáhelliaðferðin sem hefur heillað heiminn Japanski glerframleiðandinn Hario hefur sérhæft sig í hágæða hitaþolnu gleri fyrir iðnað, vísindastofur og heimilið frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1921. Auk þess framleiðir Hario ýmislegt óvanalegt eins og glerhljóðfæri – en kaffi- og tevörurnar eru meginaðdráttaraflið í dag. Þekktasta varan úr þeirri línu er án efa v60 kaffitrektin. Nafnið vísar í 60° hornið sem trektin myndar en sérkenni v60 eru rákirnar innan í trektinni og stórt gatið neðst þar sem kaffið lekur út um, en hvort tveggja stuðlar að miklu loftflæði svo að vatnið síast hratt og óhindrað í gegnum malað kaffið. Sumir filtervélaframleiðendur ráðleggja fólki ekki að hella upp á minna magn en 4 bolla (500ml). v60 hentar...

Lesa meiraChemex

Hæg uppáhelling- Tærara kaffi  Chemex kaffikannan hefur verið stofuprýði á mörgum heimilum í áratugi. Hún var fundin upp af efnafræðingnum Dr. Peter Schlumbohm í New York árið 1939. Ástæðan fyrir leit hans að nýrri aðferð við að laga kaffið sitt var sáraeinföld og við tengjum örugglega flest við hana: vont vinnustaðakaffi. Svo vel hefur Chemex-kannan fest sig í sessi að hana má finna í MoMa listasafninu auk þess sem aðdáendur Friends þáttanna kannast strax við könnuna þegar þeir sjá hana. Þrátt fyrir langa sögu hefur Chemex ekki verið áberandi í almennri vitund kaffidrykkjufólks nema upp á síðkastið. Fyrsta Chemex kannan var seld á 5. áratugnum en fljótlega eftir lát uppfinningamannsins lagðist merkið í dvala. Það var ekki fyrr en í...

Lesa meira