Blogg — Uppáhelliaðferðir RSSHario V60

Hario V60 Japanska uppáhelliaðferðin sem hefur heillað heiminn Japanski glerframleiðandinn Hario hefur sérhæft sig í hágæða hitaþolnu gleri fyrir iðnað, vísindastofur og heimilið frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1921. Auk þess framleiðir Hario ýmislegt óvanalegt eins og glerhljóðfæri – en kaffi- og tevörurnar eru meginaðdráttaraflið í dag. Þekktasta varan úr þeirri línu er án efa v60 kaffitrektin. Nafnið vísar í 60° hornið sem trektin myndar en sérkenni v60 eru rákirnar innan í trektinni og stórt gatið neðst þar sem kaffið lekur út um, en hvort tveggja stuðlar að miklu loftflæði svo að vatnið síast hratt og óhindrað í gegnum malað kaffið. Sumir filtervélaframleiðendur ráðleggja fólki ekki að hella upp á minna magn en 4 bolla (500ml). v60 hentar...

Lesa meiraPressukanna

Kannan var fundin upp af Attilio Calimani árið 1929 og er líklega sú aðferð sem fljótlegast er að læra. Kaffi og vatn er blandað saman í könnu og í lokin er korginum þrýst niður með grófu sigti. Kaffi gert með pressukönnu hefur vanalega mikla fyllingu og olíukennda áferð þar sem sían sleppir í gegnum sig miklu magni af olíu og fíngerðu gruggi. Tærleiki í bragði er minni en í kaffi sem hefur verið síað með pappír. Pressukannan er vinsæl aðferð fyrir kaffi sem er ristað dekkra og hentar vel fyrir kaffi sem er ræktað í lágri hæð yfir sjávarmáli. Dæmi um þess konar kaffi eru tegundir frá Indónesíu og Brasilíu. Ljósari tegundir njóta sín ágætlega í pressukönnu, sérstaklega ef fólk...

Lesa meiraChemex

Hæg uppáhelling- Tærara kaffi  Chemex kaffikannan hefur verið stofuprýði á mörgum heimilum í áratugi. Hún var fundin upp af efnafræðingnum Dr. Peter Schlumbohm í New York árið 1939. Ástæðan fyrir leit hans að nýrri aðferð við að laga kaffið sitt var sáraeinföld og við tengjum örugglega flest við hana: vont vinnustaðakaffi. Svo vel hefur Chemex-kannan fest sig í sessi að hana má finna í MoMa listasafninu auk þess sem aðdáendur Friends þáttanna kannast strax við könnuna þegar þeir sjá hana. Þrátt fyrir langa sögu hefur Chemex ekki verið áberandi í almennri vitund kaffidrykkjufólks nema upp á síðkastið. Fyrsta Chemex kannan var seld á 5. áratugnum en fljótlega eftir lát uppfinningamannsins lagðist merkið í dvala. Það var ekki fyrr en í...

Lesa meira