Blogg — Vinnsluaðferðir RSS



Hvað er natural kaffi?

Kaffi sem er unnið með „natural“ aðferðinni er oft mjög ávaxtaríkt í bragði og ilm og hefur mikla fyllingu. Það er ekki algengt að kaffi unnið með þessum hætti sé til sölu hér á Íslandi, en smekkur fólks á kaffi hér á landi miðast að mestu við þvegið kaffi, þó að vinnsluaðferðir á borð við hunangsvinnslu og giling basah hafa átt sífellt meira upp á pallborðið með árunum. Natural aðferðin, sem gengur einnig undir nafninu „þurr vinnsla“, er sú vinnsluaðferð sem er einföldust: berin eru tínd af trénu og lögð til þerris. Þegar ávöxturinn utan um fræið er alveg þurrt er það síðan valsað burtu frá fræinu. Ekkert vatn er notað til að skilja ávöxtinn frá bauninni. Það felast augljósir...

Lesa meira



Hvað þýðir „hunangsvinnsla“ og „pulped natural“?

Í kaffiræktunarsvæðum þar sem vatn er af skornum skammti hafa verið farnar skapandi leiðir til að vinna kaffi með mjög litlu vatni án þess að komi niður á gæðum í bragði.   Hunangsvinnslu, pulp natural – og reyndar giling basah sem hefur verið fjallað um hér áður – má flokka saman sem blandaðar vinnsluaðferðir. Í mengi vinnsluaðferða falla þær mitt á milli þar sem þær hafa suma eiginleika blautrar vinnslu og aðra eiginleika frá þurri vinnslu. Bragðtónarnir sem koma með vinnslu af þessu tagi bera það einnig með sér; kaffið hefur oft meiri fyllingu en þvegið kaffi en það er vandasamt að vinna kaffið á þennan hátt því að hætta er á að tapa tærleika í bragði sem við þekkjum svo...

Lesa meira



Hvað er þvegið kaffi?

Við gerum okkur venjulega ekki grein fyrir því hvað fer mikil vinna í að gera kaffi drykkjarhæft. Utan um kaffifræið (í daglegu tali kallað kaffibaun) eru nokkur ytri lög sem þarf að fjarlægja með ýmsum ólíkum leiðum.  Flóknasta vinnslan á kaffi er kölluð blaut vinnsla. Kaffi unnið á þennan hátt er vanalega kallað þvegið.  Í slíkri vinnslu spilar vatn stórt hlutverk á nær öllum stigum og á hverju stigi eru gallaðar kaffibaunar skildar frá. Eftir að kaffiberin eru tínd er þeim dýft í vatnsbað. Berin sem sökkva til botns eru þroskaðri, innihalda meiri sykur en þau sem fljóta upp á toppinn eru skilin frá og sett í annan flokk. Því næst er ávöxturinn skilinn frá fræinu og er notuð til...

Lesa meira



Hvernig er kaffi unnið í Indónesíu?

Utan á kaffipökkunum okkar má lesa ýmsar upplýsingar um hvert kaffi sem getur gefið til kynna hvernig kaffið gæti bragðast. Má þar nefna hæð yfir sjávarmáli, nafnið á kaffiyrkinu, upprunasvæði og vinnsluaðferð. Síðastnefnda atriðið getur haft gífurleg áhrif á bragð kaffisins og hefur hvert land sína leið til að vinna kaffið, byggt á hefð, veðurfari, aðgengi að vatni svo fátt eitt sé nefnt. Vinnsluaðferðin sem er algengust í Indónesíu (m.a. Sumatra eða Celebes) er almennt kölluð giling basah, eins og hún er kölluð á Bahasa-tungumálinu sem er opinbert tungumál Indónesíu. Í gróflegri þýðingu mætti kalla þessa aðferð „flysjun“ en vinnslan fer þannig fram að kaffialdinið er skilið frá fræinu og þurrkað að hluta til. Á meðan slíðrið utan um kaffifræið...

Lesa meira