Hátíðarkaffið 2019


Í janúar 2019 fórum við til Costa Rica að heimsækja kaffibúgarða. Þar kynntumst við meðal annars honum Junior sem vinnur með föður sínum við kaffiræktun og vinnslu á Juanachute kaffibúgarðinum í Taruzzu héraðinu. Junior hefur gríðarlega þekkingu á kaffi þrátt fyrir ungan aldur enda ólst hann upp með kaffiplöntunni.

Við skoðuðum búgarðinn með þeim feðgum, Tacho og Junior og fengum að tína kaffibaunir með þeim sem var æðisleg upplifun og hin besta hugleiðsla.

Á Juanachute rækta þau mörg kaffiyrki sem gefa af sér ólík einkenni í bragði. Hátíðarkaffið okkar í ár er frá þeim feðgum og heitir La Piedra. Það er ræktað í 1700-1800m hæð yfir sjávarmáli og unnið eftir rauðri hunangsvinnslu eða “red honey” og er alveg einstaklega bragðgott. Alúðin og ástríðan sem lögð er í ræktun og vinnslu skilar sér alla leið í bollann þinn.

Hátíðarkaffið í ár er meðalristað með skemmtilegum keim af sveskjum og steina ávöxtum. Kaffið hefur meðal fyllingu og sýrni í bland við sæta og kryddaða undirtóna.

Hentar vel í hæga uppáhellingu, aeropress, pressukönnu og hefðbundnar kaffivélar. 

 

Við erum gríðarlega spennt að geta loksins boðið ykkur uppá þetta gómsæta kaffi og vonum innilega að þið njótið þess jafn vel og við.