Blogg RSSHvernig er kaffi unnið í Indónesíu?

Utan á kaffipökkunum okkar má lesa ýmsar upplýsingar um hvert kaffi sem getur gefið til kynna hvernig kaffið gæti bragðast. Má þar nefna hæð yfir sjávarmáli, nafnið á kaffiyrkinu, upprunasvæði og vinnsluaðferð. Síðastnefnda atriðið getur haft gífurleg áhrif á bragð kaffisins og hefur hvert land sína leið til að vinna kaffið, byggt á hefð, veðurfari, aðgengi að vatni svo fátt eitt sé nefnt. Vinnsluaðferðin sem er algengust í Indónesíu (m.a. Sumatra eða Celebes) er almennt kölluð giling basah, eins og hún er kölluð á Bahasa-tungumálinu sem er opinbert tungumál Indónesíu. Í gróflegri þýðingu mætti kalla þessa aðferð „flysjun“ en vinnslan fer þannig fram að kaffialdinið er skilið frá fræinu og þurrkað að hluta til. Á meðan slíðrið utan um kaffifræið...

Lesa meira