fbpx

Costa Rica Anaerobic

Costa Rica Anaerobic kemur frá Juanachute kaffibúgarðinum í Tarruzu héraði í Kosta Ríka. Kaffið er unnið eftir svokallaðri rauðri hunangs-vinnslu ,,Red Honey,, þar sem hýðið af kaffiberinu sem umlykur kaffibaunirnar sjálfar er fjarlægt en megninu af aldinkjötinu er leyft að liggja á baunum á meðan þær liggja í sólinni og þurrkast. 

Mikilvægt er að halda baununum á hreyfingu svo að ekki myndist nein mygla. Í Juanachute er aðeins notast við svokölluð afrísk beð til þess að þurrka baunirnar. Það þýðir að þær eru lagðar á nokkursskonar upphækkuð beð sem lýta smá út eins og borð en í stað borðplötu er netadúkur og með þessum hætti nær loftið að umlykja baunirnar frá öllum áttum og gefur þannig sem jafnasta þurrkun. Þessi aðferð er þó gríðarlega plássfrek og því ekki möguleg fyrir alla bændur. 

Með þessari aðferð verður til alveg stórkostlegt kaffi sem við erum einstaklega stolt af að bjóða upp á í takmörkuðu magni. 

Kaffið er meðalristað og gefur frá sér skemmtilegan keim af sveskjum, steina ávöxtum og þurru víni. Meðal fylling - og sýrni. Kryddaðir undirtónar.

Land: Kosta Ríka

Landsvæði: Tarrazu

Búgarður: Juanachute

Bóndi: Luis Anastasio Castro, einnig þekktur sem Tacho

Hæð yfir sjávarmáli: 1700-1800 m

Yrki: Caturra, Catuai

Vinnsluaðferð: Red honey