fbpx

Costa Rica La Torre

La Torre-kaffi er þvegið og sólþurrkað á skýldum stéttum (patio), en skjólið tryggir stöðugra hitastig yfir þurrkunartímabilið. Kaffinu er snúið á 60–90 mínútna fresti til að þurrkunin verði jafnari, þangað til rakastigið í kaffinu er komið niður í 10% að meðaltali, en það er nauðsynlegt til að gæði kaffisins haldist stöðug á þurrlager. Þurrkun á kaffi tekur alla jafna 6–7 daga. Í bragðinu má finna ýmsa áhugaverða tóna; jurtir, sítrusávöxt, blóm og peru. Kaffið hefur sykraða fyllingu, mýkt og er afar tært.


Þú getur fengið þessa vöru senda heim með því að senda tölvupóst á afgreidsla@teogkaffi.is 

FRÍ HEIMSENDING Á PÖNTUNUM YFIR 10.000 KR