fbpx

El Salvador La Independencia

  • Þetta er stórskemmtilegt, berþurrkað kaffi frá Jasal Group í El Salvador. Við kaupum kaffið í gegnum Nordic Approach eins og stóran hluta af öllu kaffi sem við kaupum inn fyrir Micro Roast línuna. Þetta kaffi er berþurrkað, sem einnig er kallað „natural“, þar sem sú vinnsla er hin upprunalega aðferð við kaffivinnslu.
  • Í einföldustu mynd gengur berþurrkun út á að þurrka kaffið með öllum ávextinum utan á og slípa ytri lögin ekki af fyrr en stöðugu rakastigi hefur verið náð. Má segja að berþurrkun eigi margt sameiginlegt með vinnslu náttúruvína, þar sem inngrip eru höfð í algjöru lágmarki.  Bragðtónarnir í kaffinu minna m.a. á jarðarber, rúsínur og jarðaberjajógúrt. Mjög óvenjulegt og einkennandi.