fbpx

Ethiopia Sidamo 250 gr

Eþíópía er upprunaland kaffisins og Sidamo hérað í suðvesturhluta landsins er aðeins nokkur hundruð kílómetra frá Kaffa, þar sem arabica kaffiplantan óx villt. Fjórðungur íbúa Eþíópíu hefur lífsviðurværi sitt af kaffi með beinum eða óbeinum hætti. Sidamo kaffið hefur meiri fyllingu en margar aðrar Afríkutegundir en það er einnig þekkt fyrir sætan ávaxtailm, skarpa sýrni og gott eftirbragð.