fbpx

Hátíðarkaffi

Hátíðarkaffið í ár kemur frá Juhanachute kaffbúgarðinum í Tarrazu héraði í Kosta Ríka. Kaffið er unnið í svokallaðri hungangsvinnslu ( Yellow Honey).

Á Juanachute- búgarðinum er stunduð svokölluð Smá-kaffivinnsla ( Micro Mill) og einkennist af fjölbreytileika í  aðferðum við vinnslu á kaffi. Fólkið þar notar allt frá hefðbundinni þveginni aðferð yfir yfir loftfirrta vinnslu (anaerobic). Tacho sem er eigandi búgarðsins og synir hans hafa mjög gaman af því að gera tilraunir og prófa mismunandi aðferðir á búgörðunum sínum.

Finna má bragðtóna af hunangi,súkkulaði,vatnsmelónu, papaya og grape aldin.