Við erum mjög stolt af því að geta boðið upp á þetta einstaka kaffi frá Juanachute kaffibúgarðinum í Kosta Ríka. Kaffið er ferskt og hefur kryddaða sýrni, mikla fyllingu og ríkjandi kanilbragð ásamt nótum af piparkökum.
- Kaffiberin eru handtýnd og flokkuð eftir gæðastigum.
- Baununum er komið fyrir í tunnum þar sem sýrustiginu er stjórnarð til hins ýtrasta.
- Þegar réttu sýrustigi er náð eru baunirnar fjarlægðar úr tunnunum og þeim komið fyrir á afrískum þurrkunarbeðum og látnar liggja þar í um það bil 15 daga eða þangað til að baunirnar hafa náð ásættanlegu rakastigi.
- Lokastig vinnslunnar er svo flokkun baunanna þar sem þær eru flokkaðar eftir þyngd, útliti, þéttleika og lit.
- Í pokanum eru 125 gr