fbpx

Old Java

Old Java blandan okkar er dökkristuð og hefur súkkulaði og sírópskennda áferð og sykursætt bragð. Það hefur mikla fyllingu og milda jarðartóna. Kaffið er með mjög lága sýrni með örlitlu piparkenndu eftirbragði sem eykur á upplifunina. Á nýlendutímum var þessi kaffitegund seld dýrum dómum.

Blandan dregur nafn sitt af því að hrákaffið sem var látið standa í vöruskemmu í 2-3 ár og á þeim tíma tapaði það mestu af sýrninni og jók við sig sætleika og fyllingu. Þessi aðferð er þó ekki stunduð lengur en við erum ánægð með að geta boðið upp á sömu bragðeiginleika og í þessari sögufrægu blöndu þrátt fyrir að aðferðirnar hafi breyst.