BIALETTI


Fátt gefur eldhúsinu jafn heimilislegan blæ og mokkakanna á eldavélarhellu. Þessi aðferð hefur fyrir löngu sannað sig og er staðalbúnaður á mörgum heimilum því hún hentar einstaklega vel til að gera sterkt og bragðmikið kaffi. Mokkakannan var fundin upp af Ítalanum Alfonso Bialetti árið 1933 og enn þann dag í dag er nafnið Bialetti sprelllifandi sem eitt vinsælasta vörumerkið fyrir mokkakönnur. Bialetti Moka Express mokkakannan er dæmi um tímalausa hönnun á par við Coca Cola flöskuna og Levis 501 gallabuxurnar. Í dag má finna Bialetti mokkakönnuna í ýmsum stærðum, gerðum og litum til sölu á kaffihúsum Te & Kaffi.