Colombia La Claudina

Te & Kaffi

Colombia La Claudina


Kaffið kemur frá einum af tveimur búgörðum sem er í eigu Luis F. Saldarriaga og ber búgarðurinn nafnið La Claudina. Hvað viðkemur þetta tiltekna kaffi sem við fengum má hins vegar segja að höfundurinn sé sonur Luis, Juan, en hann hefur farið af stað með ýmsar tilraunir í vinnslu, val á yrkjum til ræktunar, auk þess sem hann deilir reynslu sinni til annarra nýrra framleiðenda í svæðinu. Kaffið sem við fengum er af yrkinu Castillo, sem hefur á síðastliðnum árum verið þróað í Kólumbíu til að standa af sér sjúkdóma og bera mikinn ávöxt af háum gæðum.

 

Ræktunarhéraðið Antioquia, sem kaffið kemur frá, er ekki eitt af þeim þekktari í Kólumbíu, ólíkt héruðum eins og Tolima, Huila og Cauca, sem almennt þykja tákna framúrskarandi gæði. Almennt er Antioquia þekkt fyrir kaffi með mikla fyllingu og súkkulaðitóna en myndi seint kallast margslungið eða spennandi. Kaffiframleiðsla í Antioquia getur verið krefjandi þegar kemur að vinnslu, en hitastig og raki veldur því að erfitt er að þurrka kaffið svo vel takist.

Í samstarfi við Nordic Approach, fór Juan að prófa sig áfram með að þurrka kaffið í skugga; hann setti einnig upp blásara sem blés köldu lofti um baunirnar til að hægja á þurrkuninni og er einnig með ýmsa nema tengda við tölvu svo hann geti fylgst með og stjórnar hitastigi og loftflæði og auka þannig stöðugleika þurrkunarinnar. Juan, með liðsinni annarra ungra kaffiframleiðenda í Antioquia, ætlar með þessari tilraunastarfsemi að sanna fyrir kaffiheiminum að héraðið geti boðið upp á meiri fjölbreytni í kaffiúrvali en áður hefur þekkst.

----

The coffee comes from La Claudina, one of two farms owned by Luis F. Saldarriaga. For this particular coffee, it is really his son who is the producer. He has started lots of experiments on processing and choice of varieties. He also helps younger producers in the area. The coffee we got from La Claudina is 100% Castillo, a variety developed in Colombia that is resistant to diseases but also has very high flavor quality.

Antioquia is not a region known for exquisite quality, and is often shadowed by better known regions such as Huila, Tolima and Cauca. Coffees from generally have notes of chocolate and have a big body, but lack complexity that would add a new level of character to them. Solid but boring. Producing coffee in Antioquia can be challenging due to temperature and humidity which has bad impact on the drying.

After talking with Nordic Approach, Juan decided to experiment with drying on raised beds under shade. He also installed a machine that could dry the coffee using cold air. For increased overview, he installed a software to monitor temperature and airflow during drying and make different drying profiles suitable for each coffee. Along with other young producers of Antioquia, Juan wants to show that the region is able to offer a broader variety of coffees than has been known.