Costa Rica Don Eli Anfiteatro

Te & Kaffi

Costa Rica Don Eli Anfiteatro


Kaffið kemur frá búgarðinum Don Eli, sem er í eigu Carlos Montero og fjölskyldu hans. Búgarðurinn kallast Don Eli, nefnd eftir föður Carlos, sem vann af dugnaði stóran hluta ævi sinnar í kaffi og smitaði afkomendur sína af þrotlausri ástríðu fyrir kaffiræktun og vinnslu. Þetta tiltekna kaffi, Anfiteatro, er ræktað við 1900 metra yfir sjávarmáli og er af yrkinu Catuai. Auk þess sem þau rækta kaffið sjá þau um vinnsluna á því. Til að tryggja hámarksgæði vinnur fjölskyldan hart að því að flokka kaffið eftir því hvaða dag kaffið var tínt af trjánum, af hvaða blokk innan skikans kaffið kemur svo fátt eitt sé nefnt.

Við hittum Carlos og dóttur hans Marianela á Nordic Roaster Forum 2017 og höfðum þar áður valið að kaupa kaffi frá þeim vegna þess hversu bragðgott það var. Marianela hélt fyrirlestur um sjálfbærni í kaffiframleiðslu í Kosta Ríka, á framleiðslu, vinnslu- og sölustiginu. Sem hluta af rannsóknarvinnu hélt hún í mikla reisu um allan heim og réð sig inn á kaffihús og brennslur til að sjá kaffimarkaðinn í víðara samhengi. Um ævintýri hennar og lærdóm má sjá nánar í upptökunni hér: https://www.youtube.com/watch?v=WR3ILGHqLKs

----

The coffee comes from the farm Don Eli, which is owned by Carlos Montero and his family. They also process the coffee through their micro mill. The mill is named after Carlos’ father, Eli, a man who had worked passionately with coffee from childhood and passed along his passion and knowledge to future generations. This particular coffee was grown in 1900 meters above sea level and is of the variety Catuai. The family also takes care of the processing. They separate the cherries rigorously, i.e. by date of picking and by location within the farm.

We met Carlos and his daughter, Marianela, when we attended Nordic Roaster forum in 2017. Marianela gave a mind-opening talk at the conference, where she focused on sustainability in coffee production in Costa Rica, from growing and processing but also at the other end of the chain where roasters and baristas work with the end product. As part of her research, she started travelling around the world, working at cafés and roasteries, gaining experience and insight into every chain of production. You can watch her talk here: https://www.youtube.com/watch?v=WR3ILGHqLKs