Sumatra Mandheling

Sumatra Mandheling


Mandheling dregur nafn sitt af samnefndum þjóðflokki sem í eina tíð var þekktur fyrir kaffiræktun. Kaffibaunirnar eru flokkaðar eftir bragðeiginleikum en ekki útliti baunanna eins og venjan er. Mandhelingkaffið hefur mildari jarðartóna en flestar gerðir kaffis frá Indónesíu og er þekkt fyrir mikla og djúpa angan.