CHEMEX


Chemex kaffikannan hefur verið stofuprýði á mörgum heimilum í áratugi. Hún var fundin upp af efnafræðingnum Dr. Peter Schlumbohm í New York árið 1939. Ástæðan fyrir leit hans að nýrri aðferð við að laga kaffið sitt var sáraeinföld og við tengjum örugglega flest við hana: vont vinnustaðakaffi.