ELDHÚSIÐ


Eldhúsið okkar er skipað metnaðarfullu kjarnafólki sem eldar af ástríðu og fagmennsku. Þau hafa mikla þekkingu á hráefninu sem endurspeglast í vel útilátnu, næringarríku og gómsætu meðlæti til að fullkomna heimsókn viðskiptavina okkar á kaffihúsin. 

MATUR OG MEÐLÆTI

Við leggjum mikið uppúr gæðum í öllu því sem við sendum frá okkur og á það alveg eins við það sem kemur úr eldhúsinu og það sem kemur úr kaffiframleiðslunni okkar. Salat, samlokur, beyglur, panini, muffins og croissant er meðal þess sem við bjóðum uppá en einnig erum við með heimalagaðar, matarmiklar súpur sem hafa notið mikilla vinsælda. Samlokurnar okkar eru úr hollu og grófu brauði og leitumst við eftir því að hafa þær öðruvísi en hefðbundnar samlokur sem fást annarsstaðar. 

MUFFIN BAKERY

Eldhús Te & Kaffi leggur mikinn metnað og ást í framleiðslu á gómsætum muffins frá Muffin Bakery og erum við stolt af því að bjóða upp á bestu muffins á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Við bökum 8 tegundir sem er hver annarri girnilegri og sendum beint úr eldhúsinu, gómsætar og ferskar á öll kaffihúsin okkar. Komdu við á einhverju af kaffihúsunum okkar og gríptu með þér gómsæta muffins með kaffinu. 


Þessi vöruflokkur er tómur!