FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA


Starfsfólk Te & Kaffi hefur ástríðu og metnað til að laga besta kaffibolla sem hægt er að fá. Þessa ástríðu og metnað er einnig að finna í fyrirtækjaþjónustunni okkar. Við höfum áralanga reynslu af þjónustu við hótel og veitingamarkaðinn með leigu og sölu á kaffivélum, vali á kaffi og öðru hráefni sem þarf til. Te & Kaffi ábyrgist þjónustu og gæðaeftirlit við tæki og lögun drykkja.

SÉRÞEKKING Á ÖLLUM TÆKJUM OG LÖGUN DRYKKJA

Söluráðgjafar okkar búa yfir sérþekkingu á þeim vélum og búnaði sem þarf til að laga hinn fullkomna bolla. Við framleiðum allt okkar kaffi sjálf í kaffibrennslunni okkar og flytjum inn aðra hágæðavöru, eins og te, súkkulaði, kakó og allt sem til þarf. Við erum einnig með umboð fyrir espressovélar, uppáhellingarvélar og sjálfvirkar kaffivélar frá þekktum framleiðendum eins og Nuova Simonelli, Aequator og Schaerer sem allir eiga það sameiginlegt að standast hæstu gæðakröfur.   

Te & Kaffi er með tæknimenn á sínum snærum sem hafa mikla reynslu af viðhaldi og viðgerðum.  Við getum því ábyrgst fyrsta flokks þjónustu sniðna að þínum þörfum.

Með því að versla við Te & Kaffi færðu fyrsta flokks hráefni frá íslenskum framleiðanda, úrvals tækjabúnað, reglulegt eftirlit og aðgang að sérþekkingu á vélbúnaði og hráefni.

Einnig bjóðum við fyrirtækjum að leigja kaffibar til lengri eða skemmri tíma.