PÚÐAR


Því miður höfum við verið að lenda í framleiðslutöfum á púðunum. Pökkunarvélin okkar hefur undanfarið ekki staðið undir væntingum varðandi framleiðslumagn eða gæði púða. Við höfum lagt okkur öll fram um að leysa þessar áskoranir og halda framleiðslu áfram en því miður höfum við þurft að tímabundið stöðva framleiðslu á púðunum á meðan við bíðum eftir nýrri og fullkominni framleiðsluvél sem stenst bæði kröfur okkar og ekki síður kröfur markaðarins. Sú vél er væntanleg í apríl.

Við erum hvergi nærri búin að gefast upp á púðunum og stefnum alls ekki á að hætta með þá. Við munum koma með nýja og endurbætta vöru á næstu misserum og vonum að þið neytendur komið til með að taka kaffipúðunum okkar fagnandi þegar það gerist. Okkur þykir leitt að geta ekki annað eftirspurn ykkar eftir kaffipúðum en frekar viljum við setja vöru á markað sem við erum fullkomnlega ánægð með.