TE Í LAUSU


Te er drykkur lagaður úr laufum terunnans, camellia sinensis. Meðferð og vinnsla eftir tínslu ákvarðar hvort teið verður svart, hvítt eða grænt. Ávaxtate, jurtate og rauðrunnate eru í raun ekki te heldur seyði úr ávöxtum, blómum, jurtum eða nálum rauðrunnans og innihalda ekki koffín. Mikilvægt er að gæta að nákvæmni við lögun mismunandi tetegunda og huga vel að hitastigi og stöðutíma.