fbpx

Espresso Roma

Uppruna espresso má rekja til Ítalíu en þar ríkir mikil kaffimenning sem á sér langa sögu. Heitu vatni er hellt í gegnum fínlega malað kaffi undir miklum þrýstingi í espressovél. Espresso verður sterkari en hefðbundið uppáhellt kaffi og er undirstaða margra kaffidrykkja, t.d. latte og cappuccino. Í þessari blöndu eru sérvaldar tegundir sem saman mynda gott jafnvægi, þéttleika og einstaka bragðtóna. Kaffið er í senn kraftmikið og mjúkt með sætum kryddtónum.

VISTVÆNAR UMBÚÐIR - Í SÁTT VIÐ UMHVERFIÐ

Umbúðirnar eru úr jarðgeranlegu efni sem unnið er úr plöntusterkju. Þær flokkast því með lífrænumúrgangi eða almennu sorpi ásamt innihaldi sjálfra kaffipúðanna.