fbpx

French Roast

París hefur lengi verið miðpunktur kaffihúsamenningar og lífsins lystisemda. Kaffidrykkja þar á sér langa sögu og margir fara gagngert þangað til að kynnast kaffihúsamenningunni og upplifa notalega stemningu. Frönsk brennsla stendur fyrir ákveðið brennslustig þar sem kaffið er ristað upp að hærra hitastigi. Kaffið verður með þessari aðferð dekkra, kröftugra og með lengri bragðendingu.

VISTVÆNAR UMBÚÐIR - Í SÁTT VIÐ UMHVERFIÐ

Umbúðirnar eru úr jarðgeranlegu efni sem unnið er úr plöntusterkju. Þær flokkast því með lífrænumúrgangi eða almennu sorpi ásamt innihaldi sjálfra kaffipúðanna.