fbpx

Java Mokka

Java Mokka er nafn á einni elstu kaffiblöndu heims og hefur verið þekkt og eftirsótt hjá kaffidrykkjufólki í margar aldir. Talið er að kaffi hafi fyrst komið frá Eþíópíu með arabískum kaupmönnum í gegnum Mokka höfnina í Jemen. Kaffið tengir góða mýkt og fyllingu frá Indónesíu við bjarta tóna frá Afríku sem gefur kaffinu einstakt jafnvægi.

VISTVÆNAR UMBÚÐIR - Í SÁTT VIÐ UMHVERFIÐ

Umbúðirnar eru úr jarðgeranlegu efni sem unnið er úr plöntusterkju. Þær flokkast því með lífrænumúrgangi eða almennu sorpi ásamt innihaldi sjálfra kaffipúðanna.