Engin önnur fæðutegund inniheldur eins mikið af andoxunarefnum og Matcha te, sem inniheldur 10-15 sinnum meira af næringarefnum en annað grænt te. Matcha er eitt sjaldgæfasta, elsta og vandaðasta afbrigði af grænu tei í Japan. Breitt er yfir terunnana til að vernda þá fyrir beinu sólarljósi. Það hægir á vextinum og blöðin verða dökkgræn, sem gerir það að verkum að þau verða ríkari af amínósýrum og gefa sætara bragð. Eftir tínslu eru laufin þurrkuð og möluð gætilega í sérstökum granítkvörnum.
Hvernig á að laga matcha te?