Fara í efni

Karfan þín

Karfan er tóm.

Colombia La Esperanza

Verð með VSK
2.795 kr.

Þetta kaffi er frá Diaz Castillo fjölskyldunni sem býr í þorpinu Socorro í Santander í Colombiu. Finca La Esperanza hefur verið í eigu fjölskyldunnar síðan 2004, þó að búgarðurinn hafi verið til síðan 1950. Þau hafa unnið með kaffi allt sitt líf og leggja sérstaka áherslu á gæði. Þau hafa fjárfest í nýjum vélum til að vinna kaffið, aðskilja græn ber frá þroskuðum og einnig gert tilraunir með nýjar vinnsluaðferðir. Þau eru staðráðin í að bæta sig stöðugt og fylgjast vel með kaffigeiranum með því að horfa fyrirlestra, fara á námskeið og viðburði. Fjölskyldan metur einnig sjálfbæra þróun og leitast við að vinna í jafnvægi við umhverfið. Þau nota allar aukafurðir baunarinnar, ávöxturinn er notaður sem áburður, og hýðið til að búa til cascara drykkinn.

  • Land: Kólumbía
  • Tegund: Arabica
  • Yrki: Castillo, Colombia
  • Vinnsla: Hunangsvinnsla
  • Bragðtónar: Ferskja, Púðersykur og Kamilla
  • Ræktunarhæð: 1550 - 1750m
Verð með VSK
2.795 kr.