Fara í efni

Karfan þín

Karfan er tóm.

Costa Rica Juanchute 250gr Baunir

Verð með VSK
2.995 kr.

Í Juanachute er mikil þekking á vinnsluaðferðum. Kaffiberin eru handtýnd og baunirnar látnar liggja óunnar í 24 klukkustundir. Eftir það eru þær flokkaðar eftir gæðastigum og þær baunir sem eru valdar í ferlið fjarlægðar og hýðið fjarlægt en allt aldinkjötið látið vera eftir á bauninni. Baununum er komið fyrir í tunnum og þar er sýrustiginu stjórnað til hins ýtrasta. Þegar baununum er komið fyrir er PH gildi baunanna á bilinu 6-8 en þarf að nást niður í 4 PH.

Til þess að ná því þurfa aðstæður að vera mjög sérstakar. Hitinn þarf að vera á milli 25°C - 30°C. Það er því útihitinn sem stjórnar því hversu lengi kaffið þarf að liggja í tunnunum með aldininum til að ná eftirsóttu sýrustigi. Þegar því er náð eru baunirnar fjarlægðar úr tunnunum og þeim komið fyrir á afrískum þurrkunarbeðum í 15 daga eða þar til baunirnar hafa náð ásættanlegu rakastigi. Þegar því er náð er baununum komið fyrir í sekkjum ásamt aldininum sem var þurrkaður með og látið geymast í 2 mánuði.  Lokastig vinnslunnar er svo flokkun baunanna þar sem þær eru flokkaðar eftir þyngd, útliti, þéttleika og lit.

Kaffið er með ferskt og hefur kryddaða sýrni, mikla fyllingu og ríkjandi kanilbragð ásamt nótum af piparkökum.

Verð með VSK
2.995 kr.