Fara í efni

Karfan þín

Karfan er tóm.

Sjálfbærnistefna

Te & Kaffi er stoltur styrktaraðili UNICEF frá árinu 2008. 

Markmið Te & Kaffi er að sjálfbærni sé höfð að leiðarljósi í rekstri fyrirtækisins ásamt því að samþætta og leggja áherslu á 3 heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna sem eru eftirfarandi: Aukinn jöfnuður, ábyrg neysla og framleiðsla og líf á landi.

Umhverfisleg viðmið

Umhverfismál

Við höfum unnið að margvíslegum umhverfisvænum breytingum undanfarin ár og munum gera í meira mæli á næstunni. Sjálfbærni er höfð að leiðarljósi í allri stefnumótun fyrirtækisins og skrefin mörg í áttina að fullkomnu jafnvægi samfélagslegra gilda, sjálfbærs efnahags og umhverfis. Vinnan í átt að sjálfbærum rekstri hefst með viðhorfsbreytingu hjá stjórnendum og eigendum fyrirtækja.

Fyrst og fremst þarf að þekkja kolefnisfótspor fyrirtækisins svo hægt sé að vinna að mótvægisaðgerðum. Frá árinu 2017 höfum við látið útbúa svokallað loftlagsbókhald fyrir okkur og um leið leitað leiða til þess að minnka losun gróðurhúsaloftegunda. Nú er allt kaffi frá okkur á matvörumarkaði í niðurbrjótanlegum umbúðum, hvort sem það eru baunir, malað kaffi, kaffipúðar eða kaffihylki.

Kaffibrennsla okkar í Hafnarfirði er keyrð áfram á metangasi, sem er umhverfisvænn orkugjafi unninn úr lífrænum úrgangi. Þar sem umbúðirnar frá okkur mega flokkast með lífrænu sorpi erum við hægt og rólega að færa okkur yfir í hringrásarhagkerfið en með þessari aðgerð núllast út nánast öll bein kolefnislosun á vegum Te & Kaffi á Íslandi. Vegna þess að stór hluti kolefnislosunar á sér stað erlendis í kaffiræktunarlöndunum sjálfum styrkjum við uppbyggingu skóga á þessum svæðum með kaupum á viðurkenndum og vottuðum kolefniseiningum til bindingar á móti 80% þess hluta.

Stjórnarháttaviðmið

Lögð er áhersla á að sjálfbærniupplýsingagjöf með sjálfbærniskýrslu sem er aðgengileg öllum hagaðilum (þar á meðal, starfsfólks, viðskiptavina, eigenda, birgja og annarra) sé fullnægjandi og í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar og staðla.

Við leitumst eftir að eiga viðskipti við birgja og aðra samstarfsaðila sem stunda ábyrga viðskiptahætti. Ef í ljós kæmi að einhverjir af okkar birgjum myndu hegða sér í ósamræmi við það myndum við umsvifalaust beina viðskiptum okkar annað.

Við störfum eftir lögum og reglum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Félagsleg viðmið

  • Við leggjum áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti í öllu okkar starfi.
  • Við erum með aðgerðaráætlun og stefnu gegn einelti og kynferðislegri áreitni.
  • Við erum stoltur samstarfsaðili UNICEF og Coffee kids
  • Við leggjum áherslu á að skapa gott starfsumhverfi og setur heilsu og öryggi í forgang.
  • Við leggjum mikla áherslu á að stunda sanngjörn viðskipti við alla okkar birgja og þá sérstaklega kaffibændur.
  • Við leitumst við að skapa vettvang og tækifæri fyrir starfsmenn til að bæta við sig þekkingu sem nýtist í starfi og lífi.
  • Við leggjum áherslu á að veita starfsmönnum vettvang til að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri og hvetur þá til þess. Allar hugmyndir séu teknar til greina og þeim svarað.