fbpx

Kaffi á kaffihúsunum okkar

Brúna línan

Kaffið í brúnu línunni er ristað í litlum brennsluofni (micro roast) Te & Kaffi og er eingöngu fáanlegt á kaffihúsunum okkar. Við leggjum mikla áherslu á að kaffið sé nýristað og ferskt. Ekkert kaffi fær að standa í hillum lengur en 6-8 vikur en þannig tryggjum við bestu fáanlegu gæði sem völ er á. Í brúnu línunni eru aðallega akurgreindar tegundir (single origin) frá bestu ræktunarsvæðum heims, allt frá Goji í Eþíópíu til Terrazu í Kosta Ríka.   

Viltu vita meira um kaffið okkar?

Þegar kaffið kemur til brennslu er mikilvægt að sá sem tekur við baununum sýni hráefninu virðingu, enda er búið að setja mikla vinnu í að tína og vinna kaffiberið. Þess vegna er ristunin ákaflega mikilvæg. Te & Kaffi er meðlimur í samtökum þar sem nálgunin við kaffið er önnur en flestir eiga að venjast.
Lesa meira