fbpx

Uppáhelliaðferðir

Bleytið varlega upp í kaffinu. Gerið ráð fyrir tvöföldu magni af vatni á móti kaffimagni á þessu stigi. Leyfið kaffinu að lyfta sér í 30 sekúndur.

Hellið varlega heitu vatni yfir kaffið, í spíral frá miðjunni og út í jaðarinn og aftur að miðjunni þangað til réttri þyngd er náð. Leyfið vatninu að síast í gegn, fjarlægið filterinn og njótið.

MOKKAKANNA

Fátt gefur eldhúsinu jafn heimilslegan blæ og mokkakanna á eldavélarhellu. Þessi aðferð hefur fyrir löngu sannað sig og er staðalbúnaður á mörgum heimilum því hún hentar einstaklega vel til að gera sterkt og bragðmikið kaffi.

Aðferð: Setjið vatn í neðri helming könnunar, upp að ventlinum. Möluðu kaffi er því næst dreift jafnt í sigtið og gætið þess að þjappa því ekki niður. Sigtið er síðan látið ofan í neðri helming könnunar og efri helmingurinn skrúfaður fast á.

Kveikið á eldavélahellu á hæstu stillingu og látið mökkakönnuna á helluna. Eftir smá stund byrjar kaffi að flæða upp í efri helminginn. Þegar það byrjar að koma hljóð úr mokkakönnunni álíka surgi eða frussi er kaffið tilbúið og kannan tekin hellunni.

Gott er að skola könnuna fljótlega eftir notkun og gætið þess að skrúfa hana ekki of fast saman milli þess sem hún er notuð.

Pressukanna

Kannan var fundin upp af Attilio Calimani árið 1929 og líklega sú aðferð sem fljótlegast er að læra. Kaffi og vatn er blandað saman í könnu og í lokin er korginum þrýst niður með grófu sigti.

Aðferð: Fyllið ketilinn af sjóðandi vatni og vigtið malaða kaffið ykkar. Setjið kaffið í pressukönnuna og hellið vatninu kröftuglega yfir og takið tímann. Megnið af kaffinu mun  safnast saman upp á yfirborðið ( kallast ,,skorpa,, eða ,,crust,,). Brjótið skorpuna með skeið þegar 3 mínútur eru liðnar. Hrærið þrjá hringi í kaffinu.

Fleytið kaffifroðunni af og leyfið kaffinu að standa í tvær mínútur í viðbót. Því lengur sem það stendur því meira af grugginu fellur til botns og kaffið verður tærara.

Setjið lokið á en ekki pressa. Hellið með stálsigtið ofaná í bolla og hættið að hella þegar þið sjáist að botnfallið nálgast.

V60

Japanski framleiðandinn Hario hefur sérhæft sig í hágæða hitaþolnu gleri fyrir iðnað, vísindastofur og heimilið frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1921. Auk þess framleiðir Hario glerhljóðfæri en við í kaffihúsageiranum þekkjum Hario fyrst og fremst útaf kaffi-og tevörunum sem hafa slegið í gegn um allan heim.

Aðferð: Fyllið ketilinn af sjóðandi vatni og vigtið malaða kaffið ykkar. Setjið v60 filter í trekt og skolið með heitu vatni yfir karöflunni. Þannig hitið þið karöfluna en losið um leið við pappírsbragðið. Hellið loks vatninu í vaskinn. Fyllið ketilinn af sjóðandi vatni, setjið karöfluna og trektina á vigt og kveikið á vigtinni. Vigtið kaffið ofan í trektina, ekki gleyma að nústilla vigtina áður en þið byrjið að hella.

Bleytið varlega upp í kaffinu og gerið ráð fyrir tvöldu magni af vatni á mótti kaffimagni á þessu stigi. Leyfið kaffinu að standa í 30 sekúndur. Hellið varlega í spíral heitu vatni yfir kaffið, frá miðjunni og út á jaðarinn og aftur að miðjunni þangað til réttri þyngd er náð.

Uppáhelling á að ljúka öðru hvoru megin við 2 mínútur. Njótið