UM OKKUR


FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI MEÐ ÖFLUGA KJARNASTARFSSEMI

Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1984 af Sigmundi Dýrfjörð og Berglindi Guðbrandsdóttur. Landsmenn þekkja Te & Kaffi af því frábæra kaffi og tei sem fyrirtækið hefur boðið upp á alla tíð. Í grunninn er kjarnastarfsemi fyrirtækisins framleiðsla á kaffi, í fullkomnustu kaffibrennslu landsins og rekstur kaffihúsa sem eru þrettán talsins.

BESTA MÖGULEGA HRÁEFNIÐ OG FRAMLEIÐSLA Á HEIMSMÆLIKVARÐA

Framleiðsla á kaffi spilar veigamesta þáttinn í starfsemi fyrirtækisins. Með aukinni vitund neytenda um hágæðakaffi hafa sóknarfæri Te & Kaffi aukist til muna á síðustu árum. Strangt gæðaeftirlit á öllu vinnsluferli kaffibaunanna tryggja gæði sem kaffiunnendur á Íslandi geta treyst. Val á réttu hráefni skiptir höfuðmáli og er kaffið smakkað af okkar þaulvönu kaffisérfræðingum til þess að tryggja gæði og gott bragð. Með nýrri tækni við ristun aukast gæði kaffisins okkar enn frekar.

Á kaffihúsunum okkar, sem eru víðsvegar um höfuðborgarsvæðið, auk tveggja á Akureyri, höfum við fullkomna stjórn á því hvernig hráefnið okkar bragðast í allri þeirri flóru af drykkjum sem boðið er upp á. Kaffihúsin eru miðstöð hugmynda og nýsköpunar með kaffið og teið og eru sífelld uppspretta nýrra drykkja, sem falla vel í kramið hjá sívaxandi hópi viðskiptavina okkar.

SALA Á ÓLÍKA MARKAÐI

Auk kaffiframleiðslu og rekstur kaffihúsa er Te & Kaffi einnig með heildsölu á kaffi, tei og ýmsum tengdum vörum. Heildsalan selur á þrjá mismunandi markaði; veitingamarkað, skrifstofumarkað og matvörumarkað. Veitingamenn hafa um langt árabil getað stólað á þekkingu starfsmanna Te & Kaffi og þjónusta fyrirtækisins á þeim markaði hefur að mestu ráðist af eftirspurn fagaðila í veitingabransanum, sem þekkja gott hráefni og vilja góða þjónustu.

Skrifstofumarkaðurinn er ört stækkandi og Te & Kaffi hefur getað nýtt sérþekkingu sína á samspili hráefnis og sjálfvirkra kaffivéla til að ná fótfestu á þeim markaði. Starfsfólk fyrirtækja sættir sig ekki við annað en fyrsta flokks hráefni eins og það á að venjast á kaffihúsum og heima hjá sér.

Sókn fyrirtækisins inn á hinn almenna matvörumarkað hófst fyrir alvöru árið 2004 og í dag hefur Te & Kaffi fest sig rækilega í sessi í helstu matvöruverslunum landsins. Svo rækilega að um þessar mundir er Te & Kaffi stærsta vörumerkið á íslenska matvörumarkaðnum, með 25% markaðshlutdeild, og ætlar sér enn stærri hluti.

MIKILVÆGI STOÐDEILDA OG FJÖLBREYTT FLÓRA SPENNANDI STARFA

Í dag starfa í kringum 200 manns hjá fyrirtækinu í gríðarlega ólíkum og skemmtilegum verkefnum. Það er líklega leitun að fyrirtæki með jafn fjölbreytta starfsemi. Til að daglegur rekstur fjölmargra kaffihúsa og sala á ólíka markaði geti gengið smurt fyrir sig þá þarf gott skipulag og frábært starfsfólk. Öflugur hópur sér til þess að kaffiframleiðslan gangi vel fyrir sig alla daga og þar erum við nýlega byrjuð að vinna á vöktum vegna aukinna umsvifa. Nýtt vöruhús var tekið í notkun í mars á þessu ári og þar fer fram vörustýring sem er öllum fyrirtækjum í mikilli samkeppni lífsnauðsynleg.

Í eldhúsinu okkar hefst dagurinn fyrir klukkan 6 á morgnana en hlutverk þess er að framleiða girnilegt meðlæti fyrir kaffihúsin okkar, sem er nauðsynlegur stuðningur við alla drykkina. Þjónustuverkstæðið þjónustar kaffihús okkar með allt milli himins og jarðar ásamt viðgerðarþjónustu við hundruð kaffivéla á skrifstofumarkaði og veitingamarkaði.

Við hófum uppbyggingu öflugrar rekstrardeildar á síðasta ári og það kraftmikla fólk sem þar starfar hjálpar okkur að halda utan um reksturinn. Síðast en ekki síst þarf sterkt sölu- og markaðsteymi til að sinna núverandi viðskiptavinum og leita nýrra. Við erum svo heppin að vera með frábært fólk í öllum stöðum.

HORFUM BJÖRTUM AUGUM TIL FRAMTÍÐAR

Eftirspurn eftir íslenskri framleiðsluvöru hefur aukist á undanförnum árum og nýtur Te & Kaffi góðs af því. Við teljum framtíð fyrirtækisins mjög bjarta og að styrkleikarnir liggi ekki síst í þekkingu starfsmanna. Te & Kaffi er, og verður, öflugt íslenskt fjölskyldufyrirtæki og heldur áfram að vera í fararbroddi íslenskrar kaffimenningar.

ABOUT US

Passion, expertise, craftsmanship, knowledge and experience are the main characteristics of Te & Kaffi, a family owned company in Iceland. Superior quality, simplicity and fashionable are all characteristics the brand brings to mind.

Te & Kaffi was established in 1984 by Berglind Gudbrandsdottir and Sigmundur Dyrfjord and the company is known in Iceland as the pioneer of specialty coffee. Te & Kaffi operates its own roastery, a chain of 11 gourmet coffeehouses and a wholesale business which focuses on coffee, loose tea, coffee machines and other related products.

Te & Kaffi only uses the highest quality of the very best crops from all over the world. The roastery is equipped with state of the art equipment as well as having knowledgeable roasting staff with the ambition to maximize the quality of the raw material. They make their coffees only using the slow roast method that preserves the natural oils of the coffee beans, keeping the aroma and flavour of our specialty coffees. All coffees are packed instantly in bags with a one way valve that helps preserving the quality. All the production is made to order which reduces the shelf life and helps to maintain freshness of the coffee.

In 2004 when the company was preparing to move into the public retail sector the company went through an extensive redesign. The new logo quickly came to represent the entire company. These changes along with investments in the roastery to boost production capability gave the company a great return in higher sales and greater marketing awareness and reputation.

In 2004 Te & Kaffi started selling their coffee on the retail market and gradually increased sales over the next decade carefully reading the needs of the market. Through an extensive process in product development the company has become the biggest coffee brand on the retail market with over 20% market share but still only selling ground coffee and whole beans. Coffee pads is the most popular single-serve product in Iceland and in 2015 Te & Kaffi started producing coffee pads and is the only Icelandic company which manufactures them. The company hopes to grow its market share with this latest addition to their product portfolio.

Te & Kaffi Micro roastery is a hub for the company quality control and training center. It is located in one of the coffeehouse in downtown Reykjavík. There we have a 5 kg Probat roaster were some of the worlds finest coffees are roasted and are sold on sight and also on the brew bar. Costumers can choose from coffees made on V60, Aeropress and Siphon. The company training center is also in the same place were both baristas working for Te & Kaffi and also costumers seeking more knowledge are trained by highly skillfull consultants.

The chain of coffeehouses that Te & Kaffi operates is the biggest and most popular one in the country. Highly skilfull and amicable baristas, exciting seasonal drinks and well designed coffee houses is the recipe for success. The coffeehouses are designed to provide the ambiance and experience people are looking for. Slow coffee is gaining pace with brew bars in most of the coffee houses where different pour over methods are used to give the customer the taste of the most unique coffees of the world.

We are especially pleased about the interest that hand-brewed coffee has from our customer. Brewed coffee is our nation’s history and is today another way to enjoy different top quality Coffee’s, followed by more itererset for knowledge and more respect for the coffee (grape´s) itself.

At Te & Kaffi, coffee is not just coffee and people adapt to the lifestyle and the passion that is Te & Kaffi. The company will continue to maintain the traditional values of hard work and attention to detail that are essential to creating coffee of distinction.