Íslatte


Bragðgæði án málamiðlana

Kaldbruggun, eða Cold Brew, er aðferð til þess að búa til kaffi þar sem malaðar kaffibaunir eru látnar liggja í köldu vatni í lengri tíma, yfirleitt í 12–24 klukkustundir. Lögurinn er síðan síaður og eftir stendur afar bragðmikil og öflug kaffiblanda, silkimjúk en þó rótsterk. Eftir það er kaffið meðhöndlað eftir vilja hvers og eins, ýmist hitað eða ekki, blandað með vatni og/eða mjólk og bragðbætt á hvern þann hátt sem neytandinn kýs. Að margra mati er þetta hin eina og sanna aðferð til þess að búa til hinn fullkomna kaffibolla.

Náttúrulegt orkuskot

Kaffið sem notað er í Íslatte Cold Brew er sérvalið og látið liggja í 24 tíma áður en það er síað og þá meðhöndlað eftir kúnstarinnar reglum af kaffigerðarmeisturum okkar. Í einni 250 ml flösku fást þannig 190 mg af koffíni sem er talsvert sterkara en gerist og gengur við aðrar aðferðir. Bragðið er þó laust við alla remmu og fyllingin allsráðandi.

Handhægur lúxus

Íslatte Cold Brew kemur í tveimur bragðtegundum, einungis með mjólk en einnig með karamellu- og heslihnetubragði. Það er metnaður okkar að búa til háklassadrykk í þægilegum umbúðum sem hægt er að grípa með hvar og hvenær sem er – bragð án allra málamiðlana. Allt kapp er lagt á að hafa drykkina náttúrulega og hreina og því blöndum við engum aukaefnum saman við Íslatte Cold Brew.

Íslatte Cold Brew er komið í verslanir og er einnig til sölu á kaffihúsum Te & Kaffi.

íslatte