Lokun kaffihúsa


Kæru viðskiptavinir 

Við höfum tekið þá erfiðu ákvörðun að loka öllum okkar kaffihúsum tímabundið vegna útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu okkar. Frá og með þriðjudeginum 24. mars verða öll okkar kaffihús lokuð og þangað til við teljum óhætt að opna þau aftur.

Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka en er fyrst og fremst tekin með velferð okkar starfsfólks og viðskiptavina að leiðarljósi. Við munum aftur á móti halda kaffibrennslunni okkar gangandi og sjá til þess að hillur matvöruverslana verði áfram fullar af okkar frábæra kaffi og tei.

Þetta er tímabundið ástand. Við hlökkum til að sjá ykkur öll aftur þegar þetta er afstaðið. Hugsið um ykkar nánustu ástvini, fylgið fyrirmælum yfirvalda og farið vel með ykkur ♥️

Starfsfólk Te & Kaffi 

_________________________________________________________________________

Dear customers 

It is with a heavy heart that we have decided to temporarily close all our cafes as of Tuesday March 24th. This is not an easy decision, but it is first and foremost taken with the well-being of our staff and customers in mind.
This is a temporary situation that we all hope will pass in the shortest possible time and we will stand together in this fight. What matters most now is to think carefully about ourselves and those closest to us, co-workers and society itself.
Think of your loved ones, follow the instructions of the authorities, and take good care yourself as well  and we look forward to serving you again soon  ♥️
Te & Kaffi staff