Te & Kaffi í samstarf við Innnes


Te & Kaffi og Innnes eru stolt að tilkynna samstarfssamning þar sem þjónusta á kaffi- og vélbúnaði á fyrirtæja – og veitingamarkaði sem og meirihluti smásölumarkaðsins færist yfir á hendur Innnes.

Hlutverk Innnes verður að dreifa kaffivörum Te & Kaffi og sjá um uppsetningu, þjónustu og viðhald á kaffivélum fyrirtækisins. Innnes ehf er öflugt og rótgróið fyrirtæki með áralanga reynslu af kaffiþjónustu sem mun hafa í för með sér betri og tíðari þjónustu fyrir viðskiptavini Te & Kaffi.  

 Hjá Innnes starfar öflugur hópur starfsmanna sem leggur höfuðáherslu á þjónustulipurð og góð persónuleg samskipti við viðskiptavini sína.

 Te & Kaffi, sem hefur verið leiðandi á ? framleiðandi á íslenska kaffimarkaðnum mun í framtíðinni einbeita sér að framleiðslu og vöruþróun á kaffimarkaðnum en auk þess kappkosta að vera áfram leiðandi aðili í innleiðingu á nýjungum og annast áfram rekstur kaffihúsa sinna.

Nánari upplýsingar afgreidsla@teogkaffi.is eða í síma 555-1910