Aðalstræti
Aðalstræti
Aðalstræti

101 Reykjavík

Aðalstræti

OPNUNARTÍMAR 

Mánudagur 08:00 - 18:00
Þriðjudagur 08:00- 18:00
Miðvikudagur 08:00 - 18:00
Fimmtudagur 08:00 - 18:00
Föstudagur 08:00 - 18:00
Laugardagur 09:00 - 18:00
Sunnudagur 09:00 - 18:00

Micro Roast er tilraunastofa Te & Kaffi. Það er í senn kaffihús, skóli og örbrennsla. Micro Roast er staðsett í hjarta miðbæjarins; við fógetagarðinn að Aðalstræti 9.

Það sem við prófum þar getur einn daginn orðið ómissandi á hinum kaffihúsum Te & Kaffi - hvort sem hugsað er til kaffi- eða tedrykkja, hvernig tiltekið kaffi er ristað eða lagað eða jafnvel nálgun á þjónustu og upplifun. Við leggjum áherslu á vönduð handbrögð í kaffibruggi og bjóðum upp á ógrynni af ólíkum uppáhelliaðferðum; allt frá uppáhellingu á gamla mátann til aðferða sem gætu auðveldlega átt heima á rannsóknarstofu. Á Micro Roast er hægt að prófa eitthvað öðruvísi.

Micro Roast merkir að við notum tegundir sem eru aðeins til í litlu magni og ristum þær í litlum brennsluofni sem staðsettur er á kaffihúsinu. Te - og kaffiframboðinu er breytt í takt við hvað er í boði hverju sinni og leitumst við að kanna bragðmöguleika þess í ystu æsar - með ólíkum aðferðum við ristun, kaffilögun, framreiðslu svo fátt eitt sé nefnt.

Þarna finnur kaffi áhugafólk eitthvað fyrir sig.

STAÐSETNING

Aðalstræti 9, 101 - Reykjavík
adalstraeti@teogkaffi.is
Sími: 5272883