Bialetti Moka Express
Bialetti Moka Express
Bialetti Moka Express

Bialetti

Bialetti Moka Express


Fátt gefur eldhúsinu jafn heimilislegan blæ og mokkakanna á eldavélarhellu. Þessi aðferð hefur fyrir löngu sannað sig og er staðalbúnaður á mörgum heimilum því hún hentar einstaklega vel til að gera sterkt og bragðmikið kaffi. Mokkakannan var fundin upp af Ítalanum Alfonso Bialetti árið 1933 og enn þann dag í dag er nafnið Bialetti sprelllifandi sem eitt vinsælasta vörumerkið fyrir mokkakönnur. Bialetti Moka Express mokkakannan er dæmi um tímalausa hönnun á par við Coca Cola flöskuna og Levis 501 gallabuxurnar.

Það er nokkuð auðvelt að laga kaffi með mokkakönnunni. Vatnið fer í neðri hlutann og þarf að passa að yfirborðið vatnsins fari ekki fyrir ofan ventilinn. Kaffið fer í málmsigtið sem er tyllt ofan á neðri hlutann og að lokum er efri hlutinn skrúfaður á og kannan sett á funheita hellu (má vera stillt á hæsta hita).

Lögunin krefst nær engrar viðveru en það þarf þó að hlusta eftir því þegar kaffið er tilbúið: stúturinn á efri hluta mokkakönnunnar gefur frá sér hljóð álíka frussi en það gefur til kynna að það kemur ekki meira vatn úr neðri hlutanum. Ekki hafa áhyggjur þó að það sé ögn af vatni eftir í neðri hlutanum; það er eðlilegt. Það felst enginn ágóði í því að láta könnuna standa lengur á hellunni í von um að fá allt vatnið í gegn, vegna þess að aukningin í tíma gerir það að verkum að kaffið sem er komið í efri hlutann getur brunnið við og orðið beiskara. Best er að venja sig á að taka könnuna af hellunni þegar frusshljóðið er byrjað.