Brazil Fazenda Rainha
Brazil Fazenda Rainha

Brazil Fazenda Rainha


Búgarðurinn er 280 hektarar að stærð og eru um 200 af þeim helgaðir yrkinu Yellow Bourbon en ávöxturinn frá þessu afbrigði er gulur, en ekki rauður eins og oftast. Það hefur skapast hefð í kringum hunangsvinnslu í Brasilíu, enda er það góð leið til að spara vatn án þess að tapa gæðum. Kaffi unnið með þessari aðferð er gjarnan sætara og hefur meiri fyllingu. Fazenda Rainha er mjúkt með mikilli fyllingu, súkkulaði og heslihnetutónum.