Brazil Santa Clara

Brazil Santa Clara


Santa Clara búgarðurinn er í eigu Moacyr Dias Pereira, en faðir hans hóf ræktun þar árið 1902. Búgarðurinn er 400 hektarar að stærð en þar af eru 140 hektarar notaðir fyrir kaffiræktun. Vinnslan á kaffinu einkennist af mikilli natni í garð plantnanna en þau skipta milli þess að tína berin með vél eða í höndunum eftir því sem við á.  Kaffiberin eru unnin með pulped natural aðferðinni, en sú aðferð var þróuð til að minnka þörfina á hreinu vatni til skolunar á kaffibaununum á ýmsum stigum. Í bragði skilar það sér í mikilli fyllingu og sætu. Mikið af gróðrinum á Santa Clara búgarðinum er villtur, auk þess sem vatnsból á búgarðinum eru vernduð, en Pereira-fjölskyldan leggur áherslu á samspil ræktunar við náttúruna til að tryggja heilsu kaffirunnana og auka framleiðslugetu þeirra.

 

Kaffið er keypt gegnum Cafe Imports, fyrirtæki sem vinnur baki brotnu við að bjóða upp á sælkerakaffi af hæstu gæðum. Cafe Imports hefur lengi verið til fyrirmyndar í kaffiheiminum fyrir að leggja áherslu á gagnsæi og rekjanleika í viðskiptum við kaffibændur, en einnig ýta undir stöðugleika og langtímaviðskiptasamband við framleiðendur.

 

English:

 

The farm Santa Clara is owned by Moacyr Dias Pereira and family, and has been in the family since 1902. The family however started producing coffee in 2000. Only 140 hectares of the total 400 is dedicated to coffee production, but the family believes in preservation of native forests and head waters and therefore it is well protected in the farm. This results in healthier, more productive plants. At Santa Clara, picking is done both by machine and hand, due to the use of many different varieties on the farm, in order to minimise any damage to the plants during harvest.


We get this coffee from Cafe Imports, a company working hard to bring coffee of highest quality to consumers. They have for a long time set high standards in regards to transparency and traceability with producers, as well as enforcing stability and long term business relationships.