Colombia El Desvelado

Colombia El Desvelado


El Desvelado

Kaffið kemur frá samyrkju sem heitir Cafe Occidente sem er staðsett í Nariño héraðinu, en hluti af kaffinu er blandað saman til að mynda vörulínu sem kallast El Desvelado og er kaffinu skipt niður í ákveðin númer. Kaffið sem við pöntuðum heitir fullu nafni El Desvelado #7 og hentar afar vel í gömlu góðu heimilisuppáhellinguna en getur einnig komið á óvart sem espresso fyrir þau sem vilja ljós-meðalristað kaffi.

Vinnslan á kaffinu frá Cafe Occidente er hefðbundin fyrir svæðið, þ.e. stærstur hluti kaffisins undirgengst blauta vinnslu, er gerjað, skolað og þurrkað á búgarðinum. Lítill hluti af kaffinu undirgengt hunangsvinnslu, þar sem minna vatn er notað og kaffið þurrkað án gerjunar.

Við kaupum kaffið gegnum Nordic Approach, sem er norskt fyrirtæki sem einblínir á hágæðakaffi. Þau hafa átt í langvarandi og góðu sambandi við kaffibændur og samyrkjusamfélög og leggja mikla áherslu á gagnsæi í viðskiptum sem og sjálfbærni á ræktunarstiginu. Þau bjuggu til vörulínuna El Desvelado til að blanda saman kaffi frá sömu örsvæðunum í Nariño með tilliti til bragðgæða og bragðeiginleika.

El Desvelado (English)

The coffee comes from a cooperative in Nariño called Cafe Occidente. El Desvelado is a series of coffees conceptualised by Nordic Approach, where coffees are blended together according to locality, cup quality, density etc. This gives them the possibility to offer high quality Colombian coffees in greater quantities and also ensuring consistency in the flavor. The coffee we bought from Nordic Approach has the lot number #7 and  is suitable for stronger brewing methods and makes for a nice espresso for fans of a lighter roast.

Nordic Approach is a Norwegian coffee sourcing company with a focus on extremely high quality. They have established long and fruitful relationships with farmers and cooperatives in the producing countries with an emphasis on transparency and sustainability.