Costa Rica La Perla del Café

Costa Rica La Perla del Café


La Perla del Cafe er nafnið á myllunni sem kaffið er unnið á eftir tínslu áður en það er sent í vöruhús til geymslu áður en það er flutt úr landi. Don Carlos, eigandi myllunnar, stofnaði hana til að geta stjórnað ennþá betur öllum stigum gæðaeftirlitsins. Hann passar að ekkert skerði gæði kaffisins, hvort sem það er að passa upp á að einungis þroskuðu berins séu tínd en hin skilin eftir á kaffirunnunum, eða banna starfsfólki sínu að vinna við þurrkun kaffisins á skítugum skóm. Hvert smáatriði skiptir máli.

 

Kaffið er keypt gegnum Cafe Imports, fyrirtæki sem vinnur baki brotnu við að bjóða upp á sælkerakaffi af hæstu gæðum. Cafe Imports hefur lengi verið til fyrirmyndar í kaffiheiminum fyrir að leggja áherslu á gagnsæi og rekjanleika í viðskiptum við kaffibændur, en einnig ýta undir stöðugleika og langtímaviðskiptasamband við framleiðendur.

 

English:

 

La Perla del Cafe is the name of the micromill where the coffee is processed. Owned by a farmer named Don Carlos, the mill was founder because Don Carlos wanted to be in complete control of every step to ensure highest quality possible. Whether it’s picking the berries only when they’re truly ripe or not letting anyone entering the drying patios in dirty shoes, Don Carlos’s attention to detail is inspiring.

 

We get this coffee from Cafe Imports, a company working hard to bring coffee of highest quality to consumers. They have for a long time set high standards in regards to transparency and traceability with producers, as well as enforcing stability and long term business relationships.