Darjeeling Himalaya

Darjeeling Himalaya


BRAGÐMIKIÐ HÁFJALLATE

Klassískt te úr haustuppskeru. Dökk laufblöð með nokkrum toppum. Gott eftirmiðdagste sem kitlar bragðlaukana.

Svart gerjað te er sú tegund sem er einna vinsælust í hinum vestræna heimi. Mikill ilmur, góð fylling og kröftugt bragð einkennir svart te. Það er andoxunarríkt líkt og grænt og hvítt te, enda kemur það af sömu plöntunni, Camellia Sinensis.