Ethiopia Magarissa

Ethiopia Magarissa


Ethiopia Magarissa

Magarrisa þvottastöðin er staðsett í bænum Danbi Uddo nálægt borginni Shakiso. Stöðin tekur við kaffi frá hundruðum  bænda sem hver um sig framleiðir aðeins örlítið magn af kaffi. Á stöðinni er kaffið síðan flokkað eftir gæðum, vinnslu og staðsetningu búgarða sem kaffið kemur frá og kemur kaffið sem við keyptum frá svæði sem heitir Guji.

Yrkin sem eru ræktuð á búgörðunum eru venjulegast náttúruleg, staðbundin afbrigði af Typica yrkinu í bland við ný yrki sem eru þróuð frá eldri staðbundnum yrkjum og eru upprunnin í villtum skógum Eþíópíu. Talið er að uppruna Arabica kaffitegundarinnar sé að finna í Eþíópíu, enda er mest genafjölbreytni kaffiplöntunnar að finna þar í landi.

Kaffið undirgengst blauta vinnslu, er gerjað í vatnsbaði í 36-48 klst. og síðan látið liggja í hreinu vatni í sólarhring eftir gerjun. Kaffið er síðan þurrkað í 10-12 daga áður en það er sett í sekki og gert klárt til útflutnings.

 

Ethiopia Magarissa (English)

Magarrisa washing station is located in the town Danbi Uddo near Shakiso city. The station receives coffees for hundreds of farmers, each of which only produces a tiny amount of cherries. At the station, the coffees are sorted by quality, processing, farm location to name a few factors. The coffee we bought comes from an area called Guji.

The coffee is washed, fermented under water for 36-48 hours and soaked afterward before drying for 10-12 days. This results in very clean flavors that can be floral and tea like associated with aroma reminding of black tea and citrus.

The coffee is a mix of local varieties, collectively referred to as heirloom varieties.  These are natural strains from the Typica variety along with newer ones that have been created from older wild varieties originated in the forests of Ethiopia.