Ethiopia Wote
Ethiopia Wote

Ethiopia Wote


Yirgacheffe er þekkt fyrir sínar þvegnu, blómkenndu kaffitegundir sem eru háar í sýrni og einnig sólþurrkaðar tegundir með virkilega einkennandi ávaxta- og berja- tónum. Kaffitegundirnar sem koma frá þessu svæði, Wote eru að okkar mati með einhverja flóknustu og kröftugustu bragðprófíla í Yirgacheffe. Á svæðinu eru aðallega litlir fjölskyldubúgarðar þar sem ræktaðar eru nýlega gróðursettar kaffitegundir í bland við gamlar hefðbundnar tegundir.