Ethiopia Yirgacheffe Gelana Abaya
Ethiopia Yirgacheffe Gelana Abaya

Ethiopia Yirgacheffe Gelana Abaya


Kaffi frá Yirga Chefe hefur heillað kaffiunnendur með einstökum bragðtónum sem finnast ekki annars staðar á jörðinni. Ein helsta ástæðan fyrir því er að Eþíópía er upprunastaður Arabica-kaffitegundarinnar og hefur tegundin þróast í mörg þúsund yrki. Til samanburðar er fjöldi ólíkra yrkja í öllum hinum kaffilöndunum ekki nema í kringum 30. Ofan á allt saman eru yrkin í Yirga Chefe staðbundin við svæðið, þ.e. þau finnast ekki í Eþíópíu utan Yirga Chefe.