Sencha Fukujyu

Sencha Fukujyu


UPPLÍFGANDI ANDOXUN

Laufin eru sett í gufu í stutta stund og síðan rúlluð upp og þurrkuð. Þau eru fínleg og í bollanum er teið ljós-ólífugrænt.

Jákvæð heilsufarsleg áhrif græna tesins eru þekkt og viðurkennd. Það er ríkt af andoxunar- og steinefnum og er talið vera gott fyrir húð og tennur. Grænt te er sagt hraða brennslu, vinna gegn háum blóðþrýstingi og halda blóðsykri stöðugum.