Hátíðarkaffi

Te og Kaffi

Hátíðarkaffi


La Escuarda

Kaffið kemur frá búgarði sem heitir Naval og er í Coto Brus, Brunca héraði í Costa Rica. Eigandi búgarðsins, Armando Navarro, skilur frá einn skika á landinu sínu þar sem hann hlúir að vistkerfi sem í eru aldargömul tré sem gefa kaffiplöntunum nauðsynlegan skugga til að kaffiberin þroskist eðlilega. Þar má einnig finna nokkurn fjölda tegunda skógardýra og fugla sem þrífast vel í skikanum.

Á La Escuarda gerir Armando tilraunir með sjúkdómsþolnar kaffiplöntur af yrkinu Venecia, sérstaklega þær sem veita mótstöðu gegn kaffiryðsveppi (hemileia vastatrix).

Kaffið fer í gegnum svokallaða hunangsvinnslu, sem er afar hentug leið til þess að vinna kaffifræin frá berinu á stöðum þar sem lítið aðgengi er að fersku vatni.

Í bragði einkennist hunangsunnið kaffi af mikilli sætu og fyllingu, einnig koma fyrir djúpir ávaxtatónar og sítrus. Passar vel fyrir heimilisfiltervél eða pressukönnu.

Við kaupum kaffið gegnum Nordic Approach, norskt fyrirtæki sem einblínir á hágæðakaffi. Þau hafa átt í langvarandi og góðu sambandi við kaffibændur og samyrkjusamfélög og leggja mikla áherslu á gagnsæi í viðskiptum sem og sjálfbærni á ræktunarstiginu.