Honduras Las Golondrinas

Te & Kaffi

Honduras Las Golondrinas


Milt og klassískt kaffibragð. Tært með mildum ávaxtatónum í bland við karamellu og ljósu súkkulaði.

Las Golondrinas, í eigu bóndans Fransisco Alvarado, er 15 hektara búgarður í 1700 metra hæð í Pozo Negro. Á búgarðinum eru ræktuð yrkin bourbon, catuai og IH-90, hvert og eitt þeirra rómuð fyrir tærleika í bragði og mikla sætu. Síðan Fransico keypti búgarðinn fyrir 8 árum hefur hann ásamt fjölskyldu sinni lagt í mikla vinnu til að auka gæði kaffisins, bæði í ræktun og vinnslu.

Kaffið er þvegið, en það þýðir að eftir uppskeru eru kaffiberin sett í stóran flysjara sem skilur ávöxtinn frá fræinu. Þaðan eru fræin sett í gerjun til að losa slímhúðina undan sjálfu fræinu og síðan skolað frá fræinu með hreinu vatni. Kaffið er síðan þurrkað undir sól þar til það hefur náð nægum stöðugleika í rakastigi til að þola flutninga.

 

English:

Las Golondrinas is a 15 hectare farm in Pozo Negro, situated at 1700 masl, where they grow bourbon, catuai and IH-90. It was acquired by Francisco Alvarado approximately 8 years ago, since then it has been renewed and improved the quality of coffee. Since it was acquired, many improvements have been made in Las Golondrinas. The harvesting process of the beans, then pulping, and then left in fermentation during a day, washed with clean water in special tanks, water is the removed in very clean cement patios and for the drying process solar dryers are used. Fertilizers are used for strengthening, as well as maintenance and pruning in its due time. The quality of this coffee is high due to its altitude (1700 masl), soil quality and microclimate.

During harvest season Don Francisco, his wife and their two children put all their effort to make the harvest all of best quality.