Java Frinsa Collective

Java Frinsa Collective


Nordic Approach er með tímabundið úrval í takmörkuðu upplagi af þvegnu kaffi frá Java, en venjan í kaffilöndunum í Indónesíu er að vinna kaffið eftir svokallaðri „giling basah“ aðferð sem gefur mjög frábrugðin bragðeinkenni. Þetta er annað árið sem þessi kaffi eru keypt frá búgarðinum Frinsa Collective, sem er í eigu hjónanna Wildan og Atieq.

Búgarðurinn er um 110 hektarar að flatarmáli og liggur í 1300-1600 metra hæð yfir sjávarmáli, með vinnslustöðina innan búgarðsins í 1400m hæð. Þau eru einnig búin vel loftræstu geymslurými og þurrvinnslustöð sem gerir það að verkum að hjónin stjórnað gæðum kaffisins frá ræktunarstigi þangað til það er tilbúið til útflutnings.

Vinnslan á kaffinu líkist mikið því sem búast má við í Suður-Ameríku og Afríku. Kafiberin eru þurrgerjuð, þaðan sett í vatnsbað fyrir þurrkun, kaffið er síðan forþurrkað á upphækkuðum beðum („afrískum“ beðum) og síðan er þurrkunin kláruð á stétt (patio). Miklar rannsóknir ogvöruþróun eiga sér stað á Frinsa Collective í samvinnu við rannsóknar- stöð í nágrenni við búgarðinn.

Ákveðin svæði eru afmörkuð til að gera tilraunir á ræktun óþekktra kaffiyrkja, sem forvitnilegt verður að smakka í framtíðinni þar sem lítið er vitað um hvernigþau smakkast. Bragðtónar sem má búast við frá þessu kaffi: græn epli, pera, ananas, papaya, þurrkaðir ávextir, plómur, sítrónugras, hindber, púðursykur, svartur pipar. Þykk áferð, sírópsfylling, mikil sæta.